Margir virðast hissa á að Landsbókasafnið geymi bloggsíður en augljóslega er safnið einfaldlega að uppfylla lög um skylduskil.
Þó ekki kæmu til lög um skylduskil þá ætti fólk samt sem áður að gera ráð fyrir að blogg- og aðrar vefsíður verði varðveitar til framtíðar. Þeir sem hýsa bloggin eru væntanlega oft með afrit sem taka ekkert tillit til þess hvort að fólk eyði út færslum eða ekki. Þar að auki eru leitarvélar með afrit líka þó ég viti ekki hvort þeim sé eytt jafnóðum. Þetta er opinbert og verður það til framtíðar.