Hallurmagg er Moggabloggari. Í morgun skrifaði hann færslu þar sem hann sagði að nýji meirihlutinn væri ekkert meira ólýðræðislegur en síðasti meirihluti R-listans og hélt því fram að sá hefði haft minni en helming atkvæða á bak við sig. Ég var á því að þetta væri rugl og fletti upp kosningatölunum og skrifaði komment við færsluna. Núna er færslan horfin og athugasemd mín með. Það er greinilega of mikið mál að játa að maður hefur rangt fyrir sér.