Crichton látinn

Í Mogganum er talað um dauða Michael Crichton:

Bækur Crichtons eiga margar það sameiginlegt að fjalla um þá möguleika sem tæknin veitir og afleiðingar þess að misnota vísindin. Bókin State of Fear, sem kom út árið 2004, gerist að hluta til á Íslandi. Bókin fjallar um gróðurhúsaáhrifin og þykir varpa gagnrýnu ljósi á þær kenningar sem viðteknar eru um hlýnun jarðar.

Ég hef ekki lesið þessa bók en ég hef lesið kafla úr henni sem gerðist á Íslandi. Einhver, sem á að vera íslenskur jöklafræðingur, stendur á jökli og heldur því fram að íslenskir jöklar séu bara alls ekki að bráðna. Mig grunar að Crichton hafi ekki prufað að tala við íslenska jarðfræðinga áður en hann skrifaði þetta því slíkir menn þyrftu bara að skoða tölurnar til að sjá að jöklarnir eru í raun að bráðna. En maðurinn skrifaði náttúrulega fyrst og fremst vísindaskáldskap.