Vísanalaus stúdentapólitík

Ég ákvað núna áðan að sjá hvað væri að gerast hjá Röskvu og Vöku og kíkti á heimasíður þeirra. Það er í gangi deila um bílastæðagjöld. Það er hægt að giska hvar menn standa. Vaka vill greinilega eyða peningum Háskólans í bílastæði frekar en menntun á meðan Röskva vill blóðmjólka stúdenta sem koma á bílum sínum í skóla. Ég umorða skoðanirnar örlítið en ekki mikið. Þetta er ekki það sem greip mig.

Það sem greip mig er að þó að um ritdeilu sé að ræða dettur höfundur/ritstjórum ekki í hug að vísa á greinina sem verið er að svara. Þetta kom þó ekki á óvart. Þetta er vaninn. Háskólalistinn lagði mikið upp úr því að vísa á greinar sem var verið að svara á vefnum og hafði líka almenna hlekki á bæði Röskvu og Vöku. Þetta var byltingarkennt í stúdentapólitíkinni en stúdentar kunnu ekki gott að meta og sitja uppi með kerfi sem þeir eiga flestir skilið.