Ekki þýða

Það eru margir vefir sem bjóða upp á að notendur þýði þá. Því miður gera margir það. Eygló er að lenda í því að Fésbókin hennar stilltist á íslensku, líklega af því að hún asnaðist til að vera á Iceland tengslanetinu. Hún er því núna að þylja upp vitleysurnar. First name er skírnarnafn og language er móðurmál. Fólk mætti semsagt átta sig á því að meira að segja vefþýðingar krefjast hæfileika. Það má líka nefna WordPress sem hefur á köflum verið skelfilega þýtt. Maður heldur sig við þýðinguna hans Binna sem er mjög vönduð.