Gunnhildur, sem ég er ekki viss um hvort ég þekki persónulega, skyldi eftir þetta komment:
Gísli Freyr er forritaður í Valhöll. Þangað til hann stenst Turing próf er engin ástæða til þess að rökræða við hann.
Þetta er ógurlega fyndið, allavega ef maður er svoltið heillaður af Turing eins og ég er.
Um Turing próf af Wikipediu:
Prófið gengur út á að leika hermileik þar sem spyrill leggur spurningar fyrir mann og tölvu sem er forrituð þannig að hún þykist vera maður. Spyrillinn á síðan að álykta út frá svörum viðmælendanna hvor þeirra er tölva. Turing vildi meina að ef tölvu tækist að herma svo vel eftir manni að spyrillinn léti blekkjast þá væri það nægjanleg sönnun þess að hún hugsaði. Til þess að komast í gegnum prófið þyrfti tölvan að geta beitt tungumálinu, rökvísi, þekkingu og vera fær um nám.