Þrjú lög

Ég stóðst ekki mátið og keypti mér disk safndisk frá Napalm þar sem Týr er með þrjú ný lög. Ég var búinn að heyra eitt þeirra áður og hrifist. Annað hinna laganna er jafnvel ólíkara því sem Týr hefur áður sent frá sér en hitt er ákaflega fallegt instrumental. Bæði góð. Nýi diskurinn kemur út í lok maí og við á þessu heimili erum farin að hlakka verulega til.