Ég fór til Hólmavíkur í dag. Reyndar hafði ég ekki vit á að sofna snemma og Gunnsteinn var ekki hjálplegur þegar ég loksins var kominn í rúmið. Ég var hundþreyttur þegar ég vaknaði í morgun. Kristinn sótti mig og síðan Vilborgu, Jón Þór og Helgu hans. Ég hafði ætlað að reyna að sofna á leiðinni en Kristinn fór að tala um hve lítið hann hefði sofið um nóttina þannig að mér rann, sem farþegasætismaðurinn, blóðið til skyldunnar og hélt mér vakandi til að fylgjast með honum. Það var reyndar alveg óþarft.
Eftir smá stopp heima hjá Kristni og Kötlu fórum við í Braggann þar sem Jólaspjallið var haldið. Þar var hlaðborð og ég stökk á hangikjöt, jafning, kartöflur, grænar baunir og ágætis laufabrauð (stórt hrós). Ég þurfti samt að gera hlé á átinu til að halda fyrirlestur. Ég hafði engan tilbúinn fyrirlestur heldur bara glærur til að vinna mig frá. Ég fylgdist síðan með áheyrendum til að meta hvernig ég ætti að spinna áfram. Það gekk vel og ég var mun ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en á Þjóðarspeglinum um daginn þar sem ég var fastur við blaðið. Afgangurinn af dagskránni var líka skemmtileg.
Eftir á heyrði ég að Vilborg væri kominn með far heim í dag þannig að ég stalst með. Ingi Björn kom okkur á leiðarenda. Ég hefði raunar að einhverju leyti viljað hanga aðeins lengur en ég er bara orðinn svona kall sem helst vill komast heim til fjölskyldunnar.
Datt í hug að þú hefðir áhuga á þessu:
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/belief/video/2009/dec/19/terry-pratchett-religion
kv. ÞHG
Þetta var nokkuð gott.