Ég var áðan að skoða blogg á Eyjunni. Þar hafa menn safnað saman ýmsum bloggurum sem þeir telja að séu merkilegir eða spennandi eða allavega vinsælir. Ég kannaðist ekkert við vitleysinginn sem var að skrifa og ætlaði að komast að því hver þetta væri en það eina sem kom fram þarna var nafnið hans. Þegar ég smelli á hlekkinn „Um“ þá fann ég ekkert. Ég skil ekki í því að menn séu að þykjast reka eitthvað ofurbloggarasamfélag og hafa síðan ekki fyrir því að kynna bloggarana.