Una Margrét Jónsdóttir er landsmönnum löngu kunn fyrir störf sín í útvarpi en nú á síðasti ári gaf hún út bókina “Allir í leik: Söngvaleikir barna”. Miðvikudaginn 24. febrúar klukkan 17:00 mun Una flytja fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi á Aðalsafni Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu.
Una Margrét hefur rannsakað íslenska leikjasöngva frá árinu 1999 og í þessum fyrirlestri fjallar hún um þá – söngva á borð við „Fram fram fylking“ og „Bimm bamm bimm bamm“ – og tengsl þeirra við sams konar söngva erlendis.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.