Ég er að lesa annað bindið að dagbókum Michael Palin. Fyrra bindið fjallaði um aðal Python árin en þetta er frá 1980-1988. Karlinn er stórskemmtilegur og einlægur. Hann talar til að mynda nokkrum sinnum um hvað honum líði kjánalega að tala við og fyrir framan fólk sem telur að það sem hann segi sé merkilegt á þeirri einni forsendu að hann sé frægur grínisti.