Í dag fékk ég hringingu sem varðaði það að ég fékk ofgreidd laun í desember. Það hafði víst gleymst að draga frá mér allt sem ég fékk ofgreitt þannig að ég er í mínus og fæ því ekkert næst. Ég sagði að ég hefði nú eiginlega verið búinn að reikna þetta út sjálfur og alltaf ætlað að hringja til að fá þetta leiðrétt. Konunni í símanum léttir mjög hvernig ég bregst við og trúir mér fyrir því að sú sem gerði mistökin hafi ekki þorað að hringja sjálf.
Ég segi síðan Eygló þessa sögu þegar hún kemur heim og ekki er hún lengi að koma með kenningu um hvers vegna konan þorði ekki að hringja: “Kannski les hún bloggið þitt”. Mér þótti þetta skondið enda leyfi mér stundum að hrauna hérna til dæmis yfir fyrirtæki sem hafa náð að ergja mig sérstaklega mikið (en það er náttúrulega fyrst og fremst gert til að hvetja þau til að bæta þjónustu sína).