Vinsælt íslenskt efni á YouTube

Það er bömmer að þegar íslenskir fjölmiðlar fjalla um vinsælt íslenskt efni á YouTube þá sleppa þeir yfirleitt að minnast á þessa klippu.

Þessi er reyndar bara með rétt á þriðja hundrað þúsund áhorf en síðan „stal“ vefur sem heitir FailBlog þessu og merkti sér án þess að breyta eða bæta að öðru leyti og er sú klippa með vel á þriðju milljón spilanir. Ég gerði einhvern tímann leit og sá þá fleiri sem höfðu „rænt“ þessu og þá var heildarfjöldi spilana held ég kominn upp í svona fjórar milljónir.