Illska til sölu

Það er hálfskrýtið að segja frá því en mér hefur ítrekað fundist að við Eiríkur Örn Norðdahl höfum undanfarið, síðustu tvö ár kannski, verið ótrúlegt oft að hugsa svipaða hluti á svipuðum nótum og að komast að svipuðum niðurstöðum. Allavega hefur það verið tilfinning mín við að lesa bloggið hans. Annars man ég bara einu sinni eftir að hafa spjallað eitthvað af viti við hann í eigin persónu þó við höfum sveimað um tengdum menningarkimum.

Sjálfur skrifaði ég um illsku fyrir næstum einu og hálfu ári.

En já, að bókinni. Ég las hana nokkurn veginn í þremur atrennum. Ef ég hefði haft tíma þá hefði ég kannski ekkert stoppað. En ég hafði ekki tíma.

Í stuttu máli var bókin góð. Ég man ekki eftir að hafa lesið betri bók á íslensku. Hef ég ekki sagt nóg? Hverju í ósköpunum ætti ég að bæta við þetta? Ég er að segja ykkur að lesa bókina, ef þið viljið vita meira getið þið einmitt farið eftir því ráði mínu.

Eða lesið þetta brot úr bókinni.

Ég á það líka að tjá mig í styttri texta en EÖN.