Hér er kynning á nýrri “rafbók” um Queen. Hún er voðalega flott en ég fór að velta fyrir mér hvort þetta væri bók. Verst að helvítis Apple er á undan öðrum með lokað form þannig að þeir sem eiga öðruvísi spjaldtölvur geta ekki keypt svona. En kíkið aðeins á þetta.
Er hægt að kalla svona margmiðlunarverk bók? Mér finnst það ekki. Í raun er þetta frekar eins og gagnvirk sýningartækni sem t.d. Gagarín hefur verið að búa til fyrir íslensk söfn og setur undanfarin ár. Þetta er eiginlega ekki áframhald af bókinni sem upplýsingamiðli. Ég velti fyrir mér hvort það séu mistök að flokka þetta nýja form með rafbókum sem eru fyrst og fremst að miðla textum og myndum.