Queenplötur dæmdar – 3. Sheer Heart Attack (1974)

Sheer Heart AttackSheer Heart Attack er önnur platan sem hljómsveitin gaf út árið 1974. Hún er þriðja platan og nær þriðja sætinu.

Brighton Rock byrjar á tívolíhljóðum. Viðeigandi. Það tók mig mörg ár að byrja að fíla þetta lag. Textinn er stuttur og fyndinn en meginpartur lagsins er Brian að leika sér á gítar.

Killer Queen, hvernig hljómsveit er það sem semur og flytur svona lag? Og þetta sló í gegn. Mjög gott.

Tenement Funster er Roger á hefðbundnum slóðum að fjalla um rokk og hraðskreiða bíla (textinn er góður þrátt fyrir hálf-hallærislegt umfjöllunarefni). En lagið er sjálft frekar óvenjulegt og er fyrsta lagið í þrennu og leiðir út í…

Flick of the Wrist er hálfgerð frumtýpa af Death on Two Legs. Kæmi mér ekki á óvart. Flott og síðan leiðir það inn í hið fallega lag… The Lily of the Valley sem er aftur Freddie að yrkja um ævintýraland æsku sinnar Rhye. Það nær góðum dramatískum hápunkti og klárar þennan kafla á plötunni.

Now I’m Here er eiginlega sjálfsævisögulegt úr lífi hljómsveitarinnar eftir að hafa fylgt Mott the Hoople í hljómleikaferð til Bandaríkjanna. Down in the city just Hoople ‘n’ me. En eitt af þessum lögum sem ég veit ekki hvers vegna er ekki í uppáhaldi hjá mér.

In the Lap of the Gods opnar seinni hlið plötunnar. Freddie sagði það vera forrennara BoRhap en hjá mér fellur það alltaf í skuggann á síðasta laginu á þessari hlið plötunnar.

Stone Cold Crazy er mögulega “thrash metal” áður en það varð til. Gríðarlega hratt lag. Textinn með grín glæpasögu. Segir sitt að Metallica breyttu vatnsbyssu í sjálfvirka byssu í sinni útgáfu (upp á húmorinn sko). Frábært lag.

Dear Friends er einskonar vögguvísa og ég hef sungið það fyrir báða syni mína.

Misfire er skrýtið lítið popplag, fyrsta lag John Deacon á plötu.

Big Bad Leroy Brown er til heiðurs Jim Croce sem var nýlátinn og lagi hans Bad Bad Leroy Brown. Fyndið lag.

She Makes Me (Stormtrooper In Stilettos) var lagið sem ég skippaði oft þegar ég hlustaði á plötuna hér áður fyrr en það er frábært.

In The Lap Of The Gods… Revisited er svo auðvelt en ég get það ekki, svo áhættusamt en ég verð að hætta á það, fyndið en það er ekkert til að hlæja að. Æðislegt lag.

No beginning, there’s no ending // There’s no meaning in my pretending