Árið 1985 vildi ég vera ofurhetja Öskudaginn. Ég hef ekki hugmynd um hvað hún hét en ég hafði þá nýlega séð mynd á videospólu um þessa ofurhetja. Það eina sem ég veit núna er að ofurhetjan var svört og með skikkju. Þannig að ég var málaður brúnn í framan þó ekki alveg í blackface hefðinni. Fyrir nokkrum árum var mynd af mér í þessum búningi á Amtinu ásamt öðrum börnum af Pálmholti. Farðinn var þveginn af mér og þegar átti að halda “ball” eftir hádegi þá neitaði fóstran að mála mig aftur. Henni fannst of mikill farði fara í það. Ég fór í fýlu en mundi síðan að við höfðum nokkru áður föndrað indíanahöfuðskraut. Ég setti það því á mig og lék indíána á ballinu.