Í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins er búið að ljúka yfirlestri á Ilíonskviðu og rafbókin er tilbúin. Maður er stoltur og montinn. Allir sjálfboðaliðarnir eiga þakkir mínar og sömuleiðis fjölskylda Halldórs Péturssonar sem leyfði mér að nýta teikningar sem voru í prentútgáfunni.
Ég ætla að kalla þetta stærsta bókmenntaviðburð ársins (allavega sem komið er). Einn allra merkasti texti sem komið hefur út á íslensku er núna frjáls og öllum aðgengilegur.