Þegar maður hefur vanist að nota Facebook þá er auðvelt að gleyma að WordPress hefur alveg verið að þróast líka síðustu ár. Núna getur maður bara náð í WordPress-forrit í símanum sem gerir manni kleift að deila myndum beint eða einfaldlega skrifa færslur. Það er gott að muna ef maður vill losna undan Facebook-ruslinu. Það er ekkert endilega erfiðara að blogga.