Spjallforritsraunir

Eygló tók sig til einhvern tíman og breytti nafninu á Sario Mario í spjallforritinu yfir í Sarú Man. Mér fannst það skondið. Eygló tók sig líka til og hafnaði tilboði frá Keikodude um að bæta sér inn á vinalistann í sama forriti (allir sem ég bæti við hjá mér koma sjálfkrafa inn hjá Eygló), henni fannst þetta eitthvað ægilega jukkílegt nafn.