Ég fór í körfubolta í gær og það var besta mæting frá upphafi (sumars), Starri rændi nefnilega hóp af Borgnesingum (fyrrverandi vinnufélagar, skólafélagar og nágrannar) sem höfðu ætlað að fá Aðalstein frænda í körfu, Aðalsteinn sjálfur var ekkert að mæta enda aumur eftir síðasta skipti. Siggi mætti líka og var maður kvöldsins þó hann sé sjálfur að væla eitthvað um að hann hafi ekki staðið sig vel.
Ég stóð mig hins vegar alls ekki vel, var alveg út að aka og ekkert sáttur við sjálfan mig nema kannski í einum leik. Litla fólki fór illa með mig, hvernig á maður að geta þessa puttalinga þegar þeir koma til að ræna af manni boltanum? Gengur bara betur næst, vonandi, allavega gekk betur síðast þar sem ég skoraði ótal körfur.
Einn ástæða fyrir lítilli velgengni minni er væntanlega að skórnir mínir eru endanlega ónýtir, þegar húðin rifnar upp af tánum vegna þess að götin eru svo stór þá bendir það til þess að það ætti að endurnýja skóna.
Ég kláraði loksins að pumpa í boltann minn í gær sem þýðir að ég mun væntanlega geta æft mig aðeins fyrir næstu skipti.
Trackback:
http://www.glymur.com/svansson/index.php?itemid=118