Ég er sífellt að endurnýja Molana sem eru hér á aðalsíðunni, reyni að bæta hinum verðugu við en gleymi alltaf einhverjum. Listinn hér við hliðina á inniheldur marga sem eru ekki á Rassmolunum sjálfum þó hann sé byggður á rasstækni og tólum hans Bjarna, þessir sem ég hef bætt við eru margir hverjir skyldulesning í dagsins önn. Ég væri ánægðastur ef ég gæti haft alla bloggara sem ég les á þessum lista.
Reyndar gerir listagerðin það að verkum að sumir sem ég hef látið inn á þennan lista halda að þeir eigi ekki að smella hlekk á mig í þakklætisskyni, það er að sjálfssögðu rugl og ég verð ákaflega sár ef allir sem ég hef rassaða skella mér ekki á hlekkjalistann sinn fyrir mánaðarmót. Þið hafið fengið viðvörun.
Allt hvítt í minni tölvu líka *hiss*…
minni líka….synd og skömm
Hvernig má það vera að síðan þín er algerlega rasslaus í minni tölvu? Það er ekkert nema hvítt þar sem ætti að sjást í rass??
Þarf tvík?