Þetta minnti mig á bekkjarfélaga minn úr Gagganum.
Þegar ég var í áttunda bekk í Gagganum sat ég við hliðina á náunga sem var sífellt með höndina ofan í buxunum sínum, endalaust, hann hélt því fram að hann væri að klóra sér en mig grunar að hann hafi nú fengið eitthvað meira útúr þessu. Ég hefði aldrei tekið í höndina á þessum strák né lánað honum nokkur skriffæri. Til þess að orða þetta einfaldlega ætti ég bara að nota orðið jukk, það var sú tilfinning sem kom upp í mér þegar ég var nálægt honum.
Aðrir bekkjarfélagar tóku eftir þessu og minntust á þetta við hann (ég hæddist sífellt að honum) en honum virtist alveg sama um það (og hann var þrátt fyrir allt frekar vinsæll), þetta var greinilega of gott til að gefast upp á þessu. Ég var feginn að sitja ekki við hliðina á honum í níunda bekk.