Jesse Owens og Hitler

Sverrir talar um Carl Lewis og Jesse Owens. Í tilefni þess og Ólympíuleikanna þá ætla ég að skrifa um Jesse Owens. Sagt er að Hitler hafi neitað að taka í höndina á Owens eftir að hann vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1936, það er ekki satt. Fyrsta daginn sem keppt var á Ólympíuleikunum þá bauð Hitler nokkrum sigurvegurum í stúkuna til sín en þegar svartur Bandaríkjamaður að nafni Cornelius Johnson vann þá yfirgaf Hitler svæðið og það var sagt (líklega réttilega) að hann hafi farið til að komast hjá því að taka í höndina á honum. Eftir þetta var Hitler sagt að hann mætti ekki gera svona upp á milli sigurvegara og í kjölfarið hætti hann alveg að bjóða gullverðlaunahöfum til sín.

Semsagt:Þegar Jesse Owens vann sín fyrstu verðlaun þá var Hitler hættur að bjóða sigurvegurum í stúkuna til sín.

Sagan um „snöbbið“ á Owens varð til í bandarískum fjölmiðlum, Jesse sjálfur reyndi að þræta fyrir þetta fyrst um sinn en seinna meir byrjaði hann að nota söguna sjálfur.

Leyfum honum sjálfum að ljúka þessu:

When I came back to my native country, after all the stories about Hitler, I couldn’t ride in the front of the bus,“ Owens said. „I had to go to the back door. I couldn’t live where I wanted. I wasn’t invited to shake hands with Hitler, but I wasn’t invited to the White House to shake hands with the President, either.