Þegar ég er að vesenast í id3 töggum á mp3 lögunum mínum þá dettur mér alltaf í hug hve þægilegt hefði verið að bókasafns- og upplýsingafræðingur hefði hannað staðalinn. Haldið þið að bókasafns- og upplýsingafræðingi hefði dottið í hug að búa til staðal þar sem það er bara pláss fyrir einn flytjanda? Ég held ekki. Svona hluti á að láta sérfræðingana sjá um.