Nú er í gangi sjónvarpsauglýsingar frá Smáís (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), þær fara dáltið í pirrurnar á mér. Í þeim þá er til dæmis sýndur maður sem er að stela bíl og sagt: „þú myndir ekki stela bíl“ og líkingin er semsagt að þar sem maður myndi ekki stela bíl þá ætti maður ekki að hlaða niður kvikmyndum af netinu. Segjum að ég gæti afritað bíl, að ég myndi sjálfur borga allt efnið í hann og hefði litla vél sem myndi búa til bílinn eftir hönnun frá stóru bílafyrirtæki, segjum líka að ég þyrfti að borga gjald af því efni sem fer í bílinn til samtaka bílahönnuða. „Myndir þú afrita bíl?“
Heimasíða Smáís fer líka í taugarnar á mér, þar er einhver upptalning á ástæðum sem eiga að letja fólk til þess að taka inn myndir af netinu, til að mynda er sagt að það sé ólöglegt þó það sé afar vafasöm fullyrðing, þar er líka sagt að maður geti fengið tveggja ára fangelsi fyrir „glæpinn“ (lögin eru reyndar skýr varðandi tölvuleiki).
Þarna eru líka staðhæfingar um að „ólöglegt“ niðurhal ógni lífsafkomu ótal manns á Íslandi, ég spyr einsog auli: Hefur sala á kvikmyndum farið minnkandi síðustu ár? DVD-myndir + myndbönd + bíó? Ég veit allavega að ég hef keypt meira af DVD-myndum síðustu árin, á móti hef ég reyndar snarminnkað bíóferðir þar sem verðið er alveg út í hött. Bíóhúsaeigendur hækkuðu verðið þegar gengi dollars var hátt en lækkuðu aldrei þegar hann fór niður á við, ef aðsókn að þeim hefur minnkað (sem ég veit ekkert um) þá er það væntanlega þessu verðlagi að kenna frekar en niðurhali á bíómyndum. Það er hins vegar ljóst að tæknin ógnar starfsemi kvikmyndahúsa, myndabandaleigna og sjónvarpsstöðva þar sem það er ekki langt í að netið sjái um fullkomlega löglega dreifingu á myndefni.
Einnig má finna þarna eitthvað þrugl um að ólöglegt niðurhal minnki úrvalið af myndum sem við getum séð, hefur þetta fólk skoðað auglýsingar kvikmyndahúsanna? Sömu myndirnar alls staðar. Ætli það væri það versta í heimi ef það myndi ekki lengur borga sig að búa til stórmyndir einsog Titanic (Titanic er dæmið sem Smáís notar)? Ef kvikmyndagerðarmenn neyddust til þess að gera „litlar“ myndir?
Aðferðirnar sem hafa verið notaðar í baráttunni gegn niðurhali af netinu eru meira og minna að vinna gegn hagsmunum þeirra sem að henni standa, þeir þurfa að fara að skoða sinn gang.
ég gæti ekki verið meira sammála 😀 en já ég myndi afrita bíl… það er örugglega ódýrara 😀
ég gæti ekki verið meira sammála 😀 en já ég myndi afrita bíl… það er örugglega ódýrara 😀
Vel skrifað 🙂
Fáranleg líking í þessari auglýsingu.
Þetta með bíóið ég hætti bara að fara í bíó vegna þess að það er glæpur hvað maður borgar.
Ég og maður minn með 4 börn, 6 miðar + nammi nei takk frekar tek ég spólu eða ræni mynd 🙂 og panta pizzu 7 sinum í viku.
Flott grein og alveg sammála þér.
Kíkti á smáís síðuna og sá þennan lista, í atriði nr.5 þar er sagt að ef maður sækji myndir af netinu þá gæti maður verið rekinn úr skóla og misst vinnuna….Hvað er málið með það……eru þetta hótanir eða bara heimska í þeim???
Ég myndi ekki higa við að afrita bíl. Ferrari maður uff 🙂
Ég keyri um á afrituðum bíl.. og ég get sagt ykkur.. það er bara ekkert verra.. enda er þetta digital copy 😉
Bíferð fjölskyldunar síðustu helgi:
5 miðar (2 fullorðnir 3 börn) = 2800kr
popp + kók ( 1 umferð á alla) = 1500kr
svali og smánammi í hléi = 1200kr
samtals 5500kr og þarna er maður að hald í við sig, flestir foreldrar sem ég sá keyptu meira en þetta.
Ekkert erfitt að koma ferðinni upp að 10.000 kr.
Og svo eru menn hissa á minnkandi aðsókn…………well DÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖH
Djöfull er ég sáttur með þig, þetta eru svo miklir þverhausar í SMÁÍS, ég vona að aðsókn í bíóhús hafi minnkað, þá kannski lækka þessir krimmar verðið
Þessi auglýsing er svo svakalega útúr samhengi og illa gerð að það er hlægilegt. Ef að hún nær að láta einhvern fá samviskubit yfir sínu niðurhali þá er eitthvað MIKIÐ að !!
En gæti ekki barasta verið að þessi „auglýsing“ sé hreinlega stolin ? Ekki er hún íslensk, það er á kristaltæru !
Þessi auglýsing er svo svakalega útúr samhengi og illa gerð að það er hlægilegt. Ef að hún nær að láta einhvern fá samviskubit yfir sínu niðurhali þá er eitthvað MIKIÐ að !!
En gæti ekki barasta verið að þessi „auglýsing“ sé hreinlega stolin ? Ekki er hún íslensk, það er á kristaltæru !
Vel orðað, þessir menn leggjast mjög lágt í baráttu sinni við þetta sem þeir kalla glæpamenn, en hafa í raun og veru þar tekið lagasetningu í sínar hendur. Það að þurfa t.d. að borga einhverjar krónur til höfundasamtaka af hverjum keyptum óskrifuðum disk er fáránlegt. Ég hef nú þó nokkuð oft skrifað persónulegt efni á diska eins og myndir og word skjöl. Öflugt að láta mig borga einhverjum öðrum höfundagjöld fyrir efni sem er mitt. Sama með hljómsveitir sem eru að taka upp lög í tölvur og skrifa á diska, nei borga magga kjartans og co í stef gjöld fyrir eigið efni……..
Ég er sammála með bíóverðið… Um 1998 fór ég örugglega 2-4 sinnum í mánuði í bíó, en um leið og þessir bjánar hækkuðu verðið snarhætti ég að fara í bíó og minnkaði það niður í c.a. 5-6 skipti á ári… en þetta kemur niðurhali á kvikmyndum ekkert við, þeir einfaldlega hafa skotið sig allrækilega í löppina með þessu kjaftæði og eru að reyna að kenna landsmönnum um sín heimskulegu mistök!!!!
Þetta með bíóið….borgaði um daginn 800 kr í Smárabíó á tíu-bíó. Var mættur kl 21:50 og auglýsingar voru í gangi þá í sýningasalnum. Svo leið og beið kl 22:15 var mér farið að lengja eftir myndinni sem ég ætlaði að sjá…og viti menn kl 22:22 byrjaði opnunarkreditið á myndinni sem ég hafði borgað stórfé til að sjá. Eftir um 60 mín var gert hlé og enn fleirri auglýsingar sýndar ásamt því að í hlé ætlast bíóhúsin til að maður fari fram og versli í sjoppunni, sem ég reyndar gerði ekki því fyrir „sýningu“ hafði ég keypt miðstærð af kók og lítinn pop á um 500 kall….500 kall. Hvað er í gangi eiginlega með þessa álagningu bæði opinberu í formi auglýsinga og óopinberu í sjoppunni í bíó?
Mikið er ég sammála,
Og eins og „maðurinn“ talar um að þá borgar maður 50kr. fyrir hvern óskrifaðan geisladisk sem þú kaupir í stefgjöld, er maður þá ekki búinn að borga fyrir að downloada og skrifa á diskinn? ekki er ég að borga 50kr. í stefgjöld fyrir að afrita eigin diska sem ég hef keypt úr búð og þegar borgað stefgjöld af. Ég segi að meðan við borgum stefgjöld af óskrifuðum diskum megum við niðurhala músik og skrifa á þá eins og við viljum, við erum búin að borga fyrir það.
Mikið er ég sammála þessu bulli, ég var að vinna í sam-bíóunum og þar er yfir forstjóri að nafni Árni Samúelsson. Hann er einhver mesti Asni sem til er í öllum heiminum og hugsar EKKI UM NEITT annað en að græða peninga. Það er hann sem er maðurinn á bakvið þetta “svindl“ því hann er jú elsti bíóhúsaeigandi landsins. Ef við myndum setja þrýsting á bíóhúsin þá myndu þau gefa undan!
Góð grein. Stórborgin Smáís er í raun ekkert annað en spilaborg.
HAHAHAHA!
„Dóri 20. okt 2004 11:03 FH
Þessi auglýsing er svo svakalega útúr samhengi og illa gerð að það er hlægilegt. Ef að hún nær að láta einhvern fá samviskubit yfir sínu niðurhali þá er eitthvað MIKIÐ að !!
En gæti ekki barasta verið að þessi „auglýsing“ sé hreinlega stolin ? Ekki er hún íslensk, það er á kristaltæru !“
..þetta hlýtur að vera íslensk auglýsing.. ég fer ekki að trúa að þeir færu að stela svona lélegri auglýsingu!
ég er sjálfur grafískur hönnuður og verð að segja að burtséð frá því hversu mikið rugl boðskapurinn sé í þessarri auglýsingu þá er þetta ein lélegasta auglýsing sem ég hef séð..
..hugmyndin þeirra: „hey, prófum að nota Crud fontið og láta það hiksta geðveikt mikið, þá verður þetta geðveik kúl.. bara alveg eins og í þáttunum The Shield!“
..fávitar..
Er það siðferðislega rétt að niðurhala efni sem eitthver bjó til eins og myndir eða lög ef að höfundurinn vill ekki að því sé niðurhalað. Á hann ekki réttinn á að ráða því hvað er gert við sköpunarverk sitt.
Æhji, mikið er sorglegt að lesa þetta væl. Auðvitað er ólöglegt að afrita og dreyfa efni án leyfis rétthafa, hvort sem það er tónlist, kvikmyndir bækur eða annað. Auðvitað reyna rétthafarnir að koma í veg fyrir að efni í þeirra eigu leki í stórum stíl til neytenda. Held að það skipti engu máli hvað Smáís gerir, hvernig auglýsing kemur út, eða hvaða listar um viðurlög eru settir á netsíður; pirraðir smákrakkar sem missa sleikjóinn sinn eiga alltaf eftir að grenja.
Bara ég, Steini, Brjánn og Skúli Það er alltaf hægt að koma með frasa eins og glæpur hvað maður borgar, um leið og þessir bjánar hækkuðu og borgað stórfé til að sjá, og í þessu tilviki sýnir það bara að þið eruð fljót að draga fram stóru yfirlýsingarnar án þess að hugsa útí stóru myndina. (ætla ekkert að tjá mig hvað það segir um hæfni ykkar til að vera uppbyggileg í samfélaginu)
Brjánn, það sér það hver heilvita maður að kvikmyndahúsaeigendur eru búnir að gera þvílíkt heimskuleg mistök með því að láta miðaverðið ekki fylgja almennri verðlags og launaþróun. Þú ert greinilega netvæddur maður og þú þarft ekki að leita lengi á vefnum til að sjá að laun og verð á helstu vörum hefur hækkað um helming frá 1998
(það sem kostaði 100 kall þá kostar 150 núna svo þú skiljir þetta örugglega) djöfull sem þessir bjánar hafa skotið sig í löppina með því að hækka bara um tæplega einn fjórða á þessu tímabili (650 uppí 800 en ekki 1000 kall)
Skúli, gæti verið að auglýsingarnar og hléið sem þú ert að kvarta undan hjálpi til við að láta miðann kosta eins lítið og raun ber vitni? Merki um flug-gáfur af þinni hálfu að kvarta undan hlut sem miðast að því að halda lágu verði á öðrum hlut, sem þú kvartar undan líka og finnst of dýr. Bravo!!
BÉ og Steini, fór í matvörubúð að kaupa handa slektinu,
Djöfull sem matvöruverðið hefur hækkað. Sé ekki aðra leið en að hætta þessu bara og framja fjöldasjálfsmorð (fæ mér kannski pizzu first, ahh nei verðið á henni er búið að hækka hlutfallslega meira en bíómiðinn, sorry hætti við).
Jæjahh þetta er orðið ágætt.
Mikið er ég sammála þessu. Þessi auglýsing er alveg rosalega pirrandi, það er bara verið að segja að það sé glæpur að hala niður bíómyndum & lögum og.s.frv, og ef þú gerir það, þá ertu dreginn fyrir dómstóla og færð dauðadóm… Ég get ekki séð að heilu video leigurnar séu að fara á hausinn þessa dagana, út af þessu niðurhali á p2p forritum, s.s. dc++, Morpheus, Kazaa en það eru þau forrit sem vinsælust eru til að skiptast á gögnum á netinu. Þessir menn, sem eiga kvikmyndahúsin og video leigurnar eru að ná sér niður á okkur notendum p2p forrita, því þeir vita að við skiptumst oft á kvikmyndum og tónlist, því eins og þú segir með verðið á dollaranum (sem er nú 69kr) það er ekkert verið að lækka verðmiða í bíó. 1 miði í bíó nú til dags kostar um 800 kr. Fyrir nokkrum árum kostaði hann um 500 kr. En það sem ég er að reyna að segja er að dollarinn er mjög lár núna, og fólk er að kaupa þvílíku bandarísku jeppana hérna á þessum góða prís, en ekki lækka kvikmyndahúsin verðið á miðum í bíó.
Siggi, lestu greinina sem ég vísaði í (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1105012), þar er talað við Erík Tómasson prófessor í lögfræði við HÍ og ég er að vitna í álit hans.
Verðbólgan frá árinu 1998 hefur ekki verið 50%, það er bara fáránlegt að halda því fram, held að verðbólgan á þessum árum hafi aldrei farið yfir 3%.
Tók enginn eftir að í smáís auglýsingunni er sífellt sagt „MUNDIR“..
sem er einfaldlega rangt.. ekki satt?
þetta er svo ruglað lið hjá smáís þú mundir ekki stela bíl þú mundir ekki stela veski ykkvað svona rugl maður hlær bara af þessu HAHAHAAHAH
Hvernig væri að láta lýðræðið vera lýðræði og kalla til þjóðaratkvæðagreiðslu bara um þetta í eitt skipti fyrir öll 😉
Smáís eru bara lélegir íslenskir kvikmyndagerðamenn sem tapa á hverri kvikmyndinni á fætur annarri og kenna „niðurhali“ kvikmynda á netinu um það… algjört rugl. Og svo þessi auglýsing, for fuck sakes! Þetta er hlægilegt. Rétt upp hönd sem finnst þessi auglýsing hafa ENGIN áhrif á okkur „niðurhalarana“ :S ??
Jú Óli Gneisti, las greinina og þetta getur allt passað, fyrir utan að til þess að geta náð sér í myndir með þessum hætti eru settar fram kröfur um tiltekið gagnamagn til að deila með öðrum, og til að þetta gangi alltsaman er augljóst að umrætt gagnamagn á helst að vera eitthvað sem aðrir hafa áhuga á að ná sér í (maður myndi til að mynda ekki lifa lengi inná höbbunum ef maður tæki mynd af ömmu sinni og stækkað hana uppí 20G eða eitthvað álíka). Þannig að til þess að geta náð sér í myndir til einkanota (sem er löglegt) verður maður að dreifa þeim líka (sem er ólöglegt).
Svo getur vel verið að vístalan hafi aðeins hækkað um 24% þvert yfir en það er undarlegt að bíóferðir, sem teljast til dægrastyttingar, fylgi þeirri hækkun og allir missi sig í tuði á meðan margar nauðsynjavörur eins og bensín, mjólk og aðrar matvörur hafa hækkað töluvert umfram það.
Held að helsti vandinn felist í því að miðinn tekur 50kr. stökk við og við (sem er ekkert lítið og fer ekki framhjá neinum) en aðrar vörur hækka hægt og sígandi og enginn tekur eftir því.
Langar bara að minna á að kvikmyndahúsin hækkuðu verðið á sínum tíma á þeim forsendum að dollarinn væri að hækka. Ef svo er ætti miðinn að hafa lækkað núna. Annars eru þeir bara að ljúga.
Vil einnig benda á það að fjöldi hljómsveita, leikstjóra og annarra listamanna hafa beinlínis orðið frægari af þessum p2p forritum þar sem þau gera efni þeira aðgengilegra enn annars.
Veit um fjölda fólks sem hefur farið og keypt sér geisladiska og bíómyndir eftir að hafa komist í kynni við efnið á netinu. Að mínu mati hefur þetta líka jákvæð áhrif, þó að margir tapi á þessu.
Það er orðið ansi dýrt að vera upplýst manneskja varðandi kvikmyndir og tónlist nú á dögum.
Siggi, lögbrotið felst semsagt ekki í því að hlaða niður efni heldur að dreifa, það eru alveg til í dæminu að taka inn efni án þess að hafa verið dreifa nokkru. Ekki rugla þessu tvennu saman.
Bjartmar, það að þér finnist að þetta eigi að vera lögbrot segir ekkert um það hvort það sé lögbrot.
Áhugaverðasti partur umræðunnar er samt kannski um meint fjárhagslegt tjón sem verður vegna þessa niðurhals, hingað til hefur ekkert komið fram sem bendir til að nokkur verði af peningum vegna niðurhalsins og þá er „glæpurinn“ án fórnarlambs. Jóakim bendir á að þetta niðurhal geti jafnvel orðið til þess að hljómsveitir/kvikmyndagerðarmenn verði frægir.
Ég er alls ekki að segja að það sé í lagi (á siðferðilegum grundvelli) að hlaða niður efni heldur að aðferðirnar sem beitt hefur verið í þessarri baráttu séu í raun meingallaðar.
jamm bara sammála þér
Varðandi vídjóleigurnar.
Ég fer oftast á leigur sem bjóða upp á ný + gömul tilboð eða eru með gott úrval af gömlum myndum. Ég er þá ofast að taka nýja á topp 10 listanum og svona eina gamla, og þá meina ég gamla, með.
Gallinn er sá að flestar af ´þessum 10+ ára gömlu myndum eru orðnar svo ofnotaðar að það er vart á þær horfandi. Hljóðið vangefið, myndin óskýr og bara yfir höfuð ansi slæmur pakki.
Ég spyr því, á ég að fá samviskubit yfir því að ná mér í myndina af netinu, í 3-4 sinnum betri gæðum, í stað þess að borga mínar 100-300 kr fyrir hálf ónýta spólu úti á leigu?
Þetta líka vekur mann til umhugsunar…þegar ég fer í bíó á mynd og borga mínar 800 kr. fyrir. Þegar myndin kemur á vídjóleigur langar mig að sjá hana aftur og þá fara 500. kr. í það. Þegar myndin telst vera orðin gömul þarf að greiða 100-300 kr. fyrir. Svo vilja þeir meina að með því að greiða þessar 50 kr. af geisladiskum til Stef, þá sé búið að borga fyrir niðurhal af lögum o.s.frv.
Þetta auðvitað snertir grunnhugmyndina að vídjóleigum en eru tímarnir ekki farnir að breytast það mikið að þeirra tími sé í raun útrunninn?
Maður borgar sig inn í bíó, sér hana á spólu og þá ætti að vera í lagi að niðurhala henni þar sem maður er búinn að borga sinn aur fyrir.
Auðvitað er aðallega verið að tala um nýjustu myndirnar sem fólk niðurhalar áður en þær koma til landsins í kvikmyndahúsin.
Aðeins að hinu síðan…ég stunda þetta nú ekki grimmt en það eru einfaldlega sumar myndir sem mét dytti aldrei í hug að ná í af netinu, bara til að geta sagt: Ég er búinn að sjá þessa.
Stórmyndir, með miklum hljóðum sem nýtast í heimabíókerfi í sjónvarpinu og bara virkilega góðar myndir finnst mér algjört möst að taka á spólu því að bíó er ég nánast hættur að fara í.
Síðan má nefna gæðin á myndunum en sjaldnast er þetta í fullum 100% gæðum. Þannig að mynd eins og Day After Tomorrow finnst mér algjört möst að skella í tækið og fá mér popp og kók í sófanum með.
Rosalega er ég sammála þér með þetta „bíladæmi“ þetta er eitt mesta rugl sem að ég hef heyrt.
Bísn góð lesning. Takk fyrir það 🙂
Ég var að hugsa. Nú veit ég ekki hvort þú ert nógu gömul/gamall til að muna eftir því þegar „allir“ tóku upp uppáhaldslögin sín úr Lög unga fólksins. Það var víst lögbrot – he he – þeir hefðu bara átt að reyna að bösta öll ungmenni á landinu 😉
Mikið rosalega er ég sammála þér, þessar auglýsingar eru fram úr hófi fáránlegar, minna óneitanlega á eftirfarandi slagorð:
„When you’re downloading mp3, you’re downloading communism!“
😉
Rugl rugl rugl og aftur rugl þessar leiðinda auglýsingar
ég bara spyr. Er sambærilegt að stela bílnum af nágrannanum þínum og að borga ekki fyrir að horfa á afþreyingarefni sem er framleitt af einhverjum viðskiptaveldum úti í bandaríkjunum og er löngu búið að borga sig upp. tjónið sem ég myndi valda nágranna mínum með því að stela bílnum hans væri líklega álíka mikið fyrir hann og kvikmyndaframleiðendur ef ég myndi sprengja upp húsið sem óskarsverðlaunahátíðin er haldin í. auglýsingin frá smáís ætti að vera svona (miðað við vægi brots á kostnað brotaþola): …. þú myndir ekki henda tyggjói fram hjá ruslatunnunni…… þú myndir ekki kasta poppi á gólfið í bíói….
Ég verð að taka undir flest það sem Siggi segir því að þeir sem hlaða niður tónlist og kvikmyndum og halda því fram að þeir séu ekki að gera neitt rangt, eru hreinlega að lifa í sjálfsblekkingu. Ef ég gef út hugverk, hvort sem það er skáldsaga, tónlist, kvikmynd eða tölvuforrit, þá hef ég rétt til að segja til um hvernig því er dreift.
Það er hins vegar stórlega ofmetið hjá Smáís hversu slæm áhrif þetta hefur á þá. Mér finnst það bara ekki vera málið.
Svo vil ég benda á, svona til að taka af vafa að vísitala neysluverðs árið 1998 var 183,3 og hún var komin upp í 227,3 árið 2003 (meðaltal árs). Þetta gerir hækkun upp á 24% sem er u.þ.b. í takt við það sem Óli Gneisti benti á. Þetta þýðir að 650 króna bíómiði ætti að hafa hækkað upp í 806 krónur, sem er u.þ.b. verðið í dag (800 eða 850 krónur á flestum stöðum).
MJÖG sammála… þessir smáís gaurar eru nú bara heimskustu gaurar ever … Það var sýnt hvað var tekið hjá gaurunum sem voru bustaðir, þeir tóku skjáina, mýsnar, lyklaborðin, löglega dvd diska og allt … sýnir bara fyllilega að þeir vita ekki neitt hvað þeir eru að gera. Og http://www.smais.is er nú bara mesta rugl heimasíða sem ég hef séð, alveg þvílíkur glæpur gerður úr þessu… tekið verr á þessu enn dópistum og barnanýðingum… ye right, go… misheppnuðu gaurar
Mér finnst þessi umræða hérna aðeins vera farinn útí öfgar. Það sem þetta mál snýst um er að ef þú finnur upp á hlut eða framleiðir hann þá átt þú hann og ræður hvað er gert við hann. Það þýðir ekki að segja að þetta séu einhverjir blóðþyrstir hrægammar sem eru að kroppa úr okkur peningana. Þeir bjóða upp á þjónustu sem við þurfum ekkert að kaupa en gerum það samt.Því miður búinn við í réttarríki þar sem fólk verður að fara eftir lögum, fyrirgefðið ef það pirrar ykkur en það pirraði líka Steingrím Njálsson, ekki leyfðum við honum að ganga lausum hala…nei við handtókum hann og það gerðum við oft. Þess vegna er sorglegt að hlusta á þetta væl í fólki að það megi ekki niðurhala kvikmyndum og tónlist ókeypis, þetta fólk er fólkið sem stendur við girðingarnar á fóboltavöllunum og horfir á leikinn þar í gegn vegna þess að þeim finnst það fáránlegt að borga sig inná þegar þeir geta gert þetta.
Varðandi auglýsingar í kvikmyndahúsum, þá var Andy Rooney með ansi góða klausu um daginn í 60min. Klausuna má sjá á eftirfarandi link.
http://www.cbsnews.com/stories/2004/02/26/60minutes/rooney/main602432.shtml
Valdís 20. okt 2004 1:47 EH
[…]
Ef ég gef út hugverk, hvort sem það er skáldsaga, tónlist, kvikmynd eða tölvuforrit, þá hef ég rétt til að segja til um hvernig því er dreift.
—
Þetta er einfaldlega rangt að hluta. Þú átt réttilega réttin að hugverkinu, en þú getur ekki farið að ákveða hvernig verkinu er dreift. Þú hefur nákvæmlega ekkert um það að segja.
Þegar þeir tala um dreifingu í lögum, þá eru þeir að tala um sölu. Þ.e dreifinu á fölskum eintökum til sölu, ekki eintökum sem eru til einkanota. Einnig sem maður er búin að borga gjöld af tómum diskum, en það gerir mann að neytanda. Ekki þjófi eins og smáís og stef halda fram.