Það er í gangi umræða hjá Queenaðdáendum um nýtt myndband sem fylgir útgáfu Electric 6 á Radio Ga Ga. Fyrstu sem töluðu um myndbandið voru ótrúlega sárir og héldu því fram að þetta væri ótrúlega smekklaust. Áðan náði ég loksins að horfa á þetta myndband. Ég póstaði strax mínu kommenti um þetta á spjallborðið og sagði að Freddie hefði verið sármóðgaður, bungan er of lítil og hann var kattamaður. Sumir hafa ekki húmor. Mæli með að þið kíkið á myndbandið, endalausar tilvísanir í Queenmyndbönd þarna. Til að þið fallið ekki í sömu gildru og þessir Queenaðdáendur þá bendi ég á að Electric 6 eru sjálfir aðdáendur.
Útgáfan sjálf er mjög E6-leg sem er það sem á að gera þegar lög eru coveruð, bara fínt.