Miracle í kvöld

Jæja, Miracle stóð sig ekki vel í morgunsjónvarpinu, ég sá það reyndar ekki. Ég er nú þegar búinn að kaupa miða á tónleikana í kvöld þannig að ég fæ að sjá þetta með eigin augum (og heyri um leið). Annars þá er þetta held ég ekki ástæða til að panikka. Í fyrsta lagi var hljómsveitin að spila eldsnemma að morgni og alls ólíklegt að þeir hafi verið í stuði. Í öðru lagi þá hef ég heyrt það frá tónlistarmönnum sem hafa spilað á Stöð 2 að það engar hljóðprufur eða neitt slíkt áður en farið er í loftið, slíkt getur að sjálfssögðu eyðilagt fyrir hljómsveitum.