Einsog mig grunaði þá var óþarfi að hafa áhyggjur af Miracle þó þeir væru ekki að dansa í morgunsjónvarpinu, þeir stóðu fyrir sínu á Nasa. Þeir tóku bæði þekkt lög og síðan uppáhaldslög Queenaðdáenda. Líklega var Stone Cold Crazy hápunkturinn. Þeir tóku nokkur lög sem er nær vonlaust að flytja á sviði einsog Prophet Song og BoRhap. Vel peningana virði að mínu, Eyglóar og Halla mati.
Annars þá hef ég ekki séð svona mikið af gömlu fólki á dansgólfinu síðan á Kringlukránni. Gamla fólkið dansaði einsog vitlaust. Náungi sem ég held að sé með mér í skjalastjórn var alveg afskaplega mislukkaður á gólfinu. Hann virtist hafa ákveðið að stíga dansinn einsog hann gerði á diskóárunum, mig grunar að hann hafi verið alveg asnalegur þá. Síðan dansaði ég í hléinu við konu sem minnti ákaflega á Ruth Reginalds, gæti jafnvel verið að þetta hafi verið hún. Hver sem þetta er þá komst hún að því að ég kann ekki að dansa, en hún var nokkuð góð að stjórna.
Mjög skemmtilegt kvöld.