Foo Duran Eivör

Ég gerðist kaupóður í Skífunni áðan. Byrjaði á því að sjá Sing Blue Silver dvd-diskinn með Duran Duran á 1499 og hirti hann náttúrulega. Tók síðan eftir Tröllabundin með Eivöru á 1999 og ákvað að taka hann líka. Eftir að ég hafði borgað þessa diska tók ég eftir In your honor með Foo Fighters og bætti honum við. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvort ég hefði tekið eftir að til væri útgáfa með auka-dvd, ég hafði ekki gert það og skellti mér á hann í staðinn. Sá kostaði 2499. Stighækkandi eyðsla þarna.