Ég hef gaman að því að þegar tónlistargagnrýnendur (og aðrir spekúlantar) eru að tjá sig um nýjar plötur frá hljómsveitum sem hafa verið starfandi í einhvern tím þá eru tvær höfuðsyndir sem alltaf má nefna. Annars vegar gerast hljómsveitir sekar um að eltast við tískusveiflur, hins vegar gerast hljómsveitir sekar um að fylgja ekki tímanum. Með þessum rökum er hægt að rakka niður hvaða plötu sem er.