Duglegur að fara á tónleika

Ég hef verið duglegur að fara á tónleika í ár. Queen+Paul Rodgers í London í mars, Plant í Laugardagshöllinni í apríl (í boði Hjördísar), Maiden í Egilshöll í júní, Duran í Egilshöll í júní og síðan FF + Qotsa í Egilshöll í júlí. Gaman, gaman. Þetta hefur verið fjör en nú eru ekki miklar líkur á fleiri tónleikum í bili. Bömmer.

Ég verð eiginlega að bæta við flokknum tónleikar hérna í dagbókinni, þá ættuð þið að geta smellt á orðið tónleikar hér að neðan og fengið smá yfirlit.

En þessi færsla var ætluð Særúnu sem heyrði ekki í mér þegar ég var að telja þetta upp í gær.