Ég virðist hafa tekið fleiri myndir það sem af er þessu ári heldur en allt síðasta ár. Margt kemur til. Ég fór til London, fór á ættarmót, hef lifað aktívu félagslífi og verið hirðljósmyndari Háskólalistans. Reyndar er ég að tala um myndir sem við Eygló höfum bæði tekið. Ég keypti líka nýja myndavél sem þýðir að við Eygló getum tekið myndir sitt í hvoru lagi.
Við vorum að fara yfir myndir til framköllunar og þá sést vel að við höfum verið dugleg þegar við erum ekki saman. Partí á Akranesi breytist í ættarmót á Vopnafirði og síðan aftur til baka. Mikið af myndum í framköllun. Reyndar eru mjög margar þar frá því að ég tók myndir af afa og ömmu í vor, ákvað að framkalla slatta af þeim.
Núna sendum við myndir til framköllunar en það er einmitt svona vika síðan ég sendi síðasta skammt. Akkúrat núna eru engar myndir í tölvunni sem á eftir að meta, þær eru allar gæðaflokkaðar. Núna fer að koma að því að ég sinni hirðljósmyndarahlutverkinu.
Síðan er það að fara retróaktívt yfir myndirnar sem ég tók áður en ég fór að senda þær stafrænu í framköllun. Það verður átak.