Netlaus – heilalaus

Á laugardagskvöldið var ég að horfa á viðtal í tölvunni um leið og viðtalið kláraðist þá varð skjárinn blár. Ég var augnablik að átta mig á því að skjárinn hefði átt að verða svartur. Fór upp að tölvunni og sá að hún var ólífleg. Prufaði að kveikja á henni og ekkert gerðist. Lyktaði þá aðeins og komst þá að því að aflgjafinn var frekar stækur. Reif tölvuna í sundar og það var greinilegt að viftan hefði farið og það hefði síðan tekið sinn toll. Sem betur fer komst í BT Smáralind í gær og fékk nýjan aflgjafa, allt reddaðist.

Ég varð þarna netlaus því það er þessi talva er sú nettengda, það hafði sín áhrif. Ég var boðinn í heimsókn morguninn eftir en vantaði heimilisfangið því það var í tölvunni og mig vantaði tímann á heimaboðinu því það var í tölvunni. Illa staddur ég. Síðan var vandamálið með varahlutinn. Ég gat ekki komist að því hvenær tölvubúðirnar væru opnar, hvað aflgjafi kostaði né nokkuð annað varðandi vesenið. Netið er nauðsynlegt.