Ég er að lesa The Brentford Chainstore Massacre eftir Robert Rankin (einsog þið sjáið hér til hliðar ef þið eruð á aðalsíðunni). Nú er ég á því áliti að Rankin sé snillingur og hef því ákveðið að vitna í bókina:
So be it only said that Dr Steven had a plan. It was a brave plan and a bold one. It was daring; it was dire. And had it not already been given away on the cover of this book, it would have come as one hell of a surprise to the reader.
Þetta er fimmta bókin í The Brentford Trilogy sem hlítur að teljast vera góður staður til að byrja á Rankin. Serían inniheldur minna af ósmekklegum kynlífslýsingum (ef þið viljið svoleiðis þá kíkjið þið á Fandom of the Operator) en grófustu bækur hans. Kynlíf með eldhústæki (sem kemur á óvart) er til að mynda það eina “grófa” í þessari bók og það gengur ekki neitt lengra en bækur almennt. Reyndar eru lýsingar Rankin sjaldan það grófar, hann gefur yfirleitt bara hitt og þetta í skyn. En hvað um það, slíkt er algjört aukaatriði í bókum hans, ef þið viljið bækur án kynlífs þá lesið þið Discworld eftir Terry Pratchett, látið bara einsog þið skiljið ekki kommentin frá Nanny Ogg.
Mæli með Rankin