Geitungur í morgunmat

Þegar ég var að borða morgunmatinn áðan varð ég var við fluga sveimandi í kringum mig. Ég sló til hennar án þess að líta á hana en hitti ekki vel. Ég leit síðan á fluguna og viti menn, þetta var geitungur. Mér brá smá. Geitungurinn settist á borðið þannig að ég ætlaði að ná í skál til að láta á hann. Kíkti í eldhússkápinn og sá að Eygló hefur klárað að pakka öllum skálum. Ég ákvað að halda áfram að borða. Geitungurinn hélt áfram að skoða umhverfi mitt og sá þar kókómjólkurfernu sem ég var búinn að klippa hornið af. Eitthvað vakti áhuga flugunnar því hún ákvað að kíkja ofan í fernuna. Ég notaði tækifærið og lokaði útgönguleiðinni. Geitungsmál leyst.