Teljarahóra?

Jæja, nýliðinn dagur var sá stærsti síðan ég fékk þennan teljara, reyndar grunar mig að hann sé einn sá stærsti allra tíma. Þetta er reyndar að langmestu aðeins einu að þakka, ég skrifaði um Betu Rokk. Ég fékk að vísu heimsóknir líka frá nýfundnum frænda og Munda en áhugi fólks beindist að langstærstum hluta að þessari færslu um Betu Rokk.

Ef ég væri teljarahóra þá myndi ég lesa bókina hennar Betu og dæma hvern kafla fyrir sig en ég ætla ekki að gera það. Ég skal hins vegar benda á það þegar Eygló tekur sig til og skrifar um bókina hennar. Fylliríssögur eru ekki mitt thing en mér heyrðist Eygló ekkert verða fyrir vonbrigðum með bókina.