Merkilegt hvað fólk er duglegt að elta mig á nýjan stað, heimsóknir eru bara rétt undir meðallagi. Það munar miklu að Bloggari Dauðans og Illi tvíburinn hafa báðir uppfært hlekki sína á mig fljótt og vel. Margir gestir virðast líka koma í gegnum aðalsíðu Kaninku (kíkið þangað til að sjá fallega mynd af mér).
Ég hef enn trú á að Bjarni lagi tengingarnar á okkur sem fluttum á Kaninkuna, samt erfitt fyrir hann að finna sér tíma þegar alheimsfrægð (með tilheyrandi vinnu) bíður.