Að kynnast Háskólalistanum

Viltu kynnast Háskólalistanum?

Eins og margir hafa eflaust orðið varir við höfum við sett upp bás í húsi Félagsstofnunar Stúdenta, nánar tiltekið fyrir utan Bóksölu stúdenta, með ýmsum upplýsingum um listann, starfsemina og markmið okkar.

Í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag verðum við til spjalls á básnum á milli klukkan 13.00 og 16.00 að staðartíma. Í kvöld verða svo útsendarar frá okkur á Stúdentakjallaranum til upplýsinga og viðræðna við þá sem þess óska. Þar sem ekki er að vænta þess að allir þekki okkur í sjón munum við bera hið fagra merki Háskólalistans á barmi.

Allir velkomnir!

Mæli með þessu.