Það verður nú að segjast að fátt kætir mig meira en að sjá málgagn Vöku birtast á göngum skólans. Nú hafa Vökuliðar komist að hinu mikla leyndarmáli að Elli hafi verið í stjórn UVG í Reykjavík og að Arndís sé í stjórn Ungra Jafnaðarmanna. Spurning hvort að næsta uppljóstrun fjalli um að Annas sé talinn einn af stofnmeðlimum Frjálslynda flokksins en sé nú í SUS. Reyndar er það svo að innan Háskólalistans hefur starfað fólk sem tengjast öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi. Merkilegt að Vaka skuli ekki vera búin að gefast upp á því rangtúlka stofnskrá Háskólalistans.
En það er fleira sem bætir og kætir í Vökublaðinu. Nefndarfélagar mínir sem ég hélt að væru að vinna í málum fyrir hönd Menntamálanefndar virðast hafa verið að gera það einungis sem Vökuliðar. Áhugavert, spurning hvernig maður bregst við þessum tíðindum.
Síðan er bráðfyndin klausa um að Vaka vilji ekki rífast um Lánasjóðsmál. Ég skil þá vel, nú er búið að jarða þeirra málflutning aftur og aftur og aftur, loksins virðast þeir ætla að hætta að berja höfðinu við steininn og hætta „eyða tímanum í innbyrðis erjur!“ [hér hljómar geðveikislegur hlátur undirritaðs]
Annað fyndið við Vökutíðindin er að þar stendur á forsíðunni að á heimasíðu Vöku sé að finna ákveðnar upplýsingar en þar undir er auglýsing um að það sé verið að gera eitthvað stórfenglegt við heimasíðuna. Á meðan við bíðum spennt eftir uppfærslunni er ekki hægt að finna neinar upplýsingar á síðunni, ekki einu sinni þær sem eru auglýstar í pistlinum fyrir ofan.