Amazon delivers

Fékk pakka frá Amazon. Tvær klassískar bækur eftir Richard Dawkins, Selfish Gene og Blind Watchmaker. Merkilegt hvað sköpunarsinnarnir hafa náð að vekja áhuga minn á þessum fræðum. Ég játa að ég stefni á að fá allavega aðra áritaða þegar ég hitti kallinn á næsta ári.

Ég fékk síðan þrjár bækur sem Alan Dundes kom nálægt. Fables of the Ancients sem fjallar um þjóðfræði í Kóraninum (svipað og Holy writ as oral lit fjallar um Biblíuna). Quest for the Hero inniheldur tvær bækur um hetjutýpur og síðan sérstakan hluta eftir Dundes sem heitir The Hero Pattern and the life of Jesus. Sú síðasta er Little Red Riding Hood: A Casebook, greinasafn um Rauðhettu.

Of mikið lesefni, of erfitt að velja. Tók síðan eina bók í viðbót á Hlöðunni í dag.

Síðan fylgdi í pakkanum myndin Rustler’s Rhapsody, klassísk gamanmynd með Tom Berenger og Matlock. Skilst reyndar að hommabrandari hafi verið klipptur út sem mér finnst aðeins of PC. Ef kúrekar í villta vestrinu mega ekki vera smá hómófóbik þá er maður illa staddur.