Í gærkvöldi var þjóðfræðipartí fram á nótt. Sjálfur skrópaði ég í vísindaferðinni en mætti frekar í partíið sem var hjá Írisi og Hrafnkeli. Fjöldi manns mættu, bæði fólk á fyrsta ári og efri. Feikna stuð, mikið gaman þó sumir hafi forfallast snemma (þrátt fyrir að ég hafi komið þeim í kirkju fyrr um daginn). Hrafnkell vakti gleði mína en fárra annarra með því að taka nokkur vel valin en þó lítið þekkt Queenlög. Ég stöðvaði hann þegar hann ætlaði að hella sér í It’s Late, það er bara aðeins of langt.
Um tíuleytið kom leynigesturinn frá Eroticashop með kynningu. Þetta rímaði mjög vel við það þegar við Eygló vorum með Tupperwarefyrirlesturinn í Efnismenningu í fyrra. Það þarf ekki að taka fram að mér þótti einstaklega fá eitthvað svona til að grínast með og kom meðal annars fram með pælingu mína um það hvers vegna það sé í lagi fyrir konur að eiga hjálpartæki en ekki karla. Það var annars ekkert af karlmiðuðudóti þarna. Vissulega var eitthvað sem maður hefði getað spennt á sig en yfirleitt var það til að auka ánægju hennar. Ekkert sem karlmaður hefði getað notað einn og yfirgefinn (nema það sem hægt er að troða… ).
Þessu lauk rúmlega þrjú, ég skutlaði Breiðholtsbúum heim, fékk þá að villast aðeins um Selin. Það er skemmtilegt fólk í þjóðfræðinni.