200 á Sirkus

Í gær fórum við að sjá 200 á Sirkus. Ég hef aldrei áður farið á Sirkus og ég verð að segja að staðurinn er nú ekkert sérstaklega vel til tónleikahalda fallinn. En á móti kom að þetta var ókeypis. Hjördís kom með og var ágætlega hrifinn. Tónleikarnir voru líka skemmtilegir. Mér fannst skemmtilegast þegar þeir spiluðu Null hugsjon því ég gat sungið svo mikið með í því, semsagt frasann Null hugsjon. Mér þótti líka gaman að heyra söguna á bak við Fjern den klud, fjarlægið þennan klút eða ég fer aftur út sagði forsætisráðherrann.

Það er svoltið gaman að svona stuttum pönklögum, keyrsla í örstuttan tíma og síðan bara búið. Sjálfur hefði ég viljað heyra Gimpurin og eg og Um 50 ár. Spjallaði við söngvarann eftir tónleikana og hann sagði að hann gæti bara sungið Gimpinn ef röddin hans væri í góðu formi, gat ekki lofað að syngja það á Grand Rokk eftir viku. Ég var að spá í að benda honum á að reykingarnar væru væntanlega ekki góð leið til að varðveita röddina en sleppti því.

Á „dansgólfinu“ á Sirkus voru fullt af sænskum gimpum sem voru í einhverjum grímubúningum og voðalega mikið að einbeita sér að því að vera skrýtin, voðalega fóní eitthvað.

Sjálfur var ég voðalega glaður að vera búinn á djamminu klukkan ellefu enda sé ég aldrei tilganginn í því að vera sem lengst heldur er pointið að gera eitthvað skemmtilegt og það var gjört. Ég reyni að fara á Grand Rokk eftir viku.