Dundes og plönin

Ég kláraði fyrr í dag bókina Fables of the Ancients? Folklore in the Qur’an eftir Alan Dundes. Það verður nú ekki annað sagt en að þessi litla bók með sínum óteljandi upptalningum hafi opnað augu mín fyrir Kóraninum. Stóráhugavert alveg. Þjóðfræðin er óendanlega spennandi.

Ég tók áðan og horfði á fyrirlestur frá Dundes sem heitir Folklore and the Modern World. Flest vissi ég fyrir en það var samt frábært að heyra kallinn tala. Þvílík sorg að maður sé of seinn til að ná að hitta hann. Það er ljóst að ef ég hefði verið með sömu plön og ég er með núna þá hefði ég gert mitt besta til að komast að í Berkeley. Það er alls óvíst að það hefði tekist en það hefði verið óhugsandi að reyna ekki. Nú er bara að tala við Terry og spá í það hvert ég ætti að fara út. Ég þarf nefnilega að taka allavega eina önn erlendis ef ég fer í Mastersnámið.