Ég á í vefvandræðum. Týssíðan er á Háskólavefsvæði Eyglóar og það hverfur af netinu innan skamms. Mig langar eiginlega að hirða hana áfram. Það er alveg spurning hvort ég reyni að plata Palla til að fá MT reikning á Kaninkunni undir síðuna. Þá get ég líka uppfært hana oftar.
Mig langar líka að hafa almennilegt myndasvæði en mig langar eiginlega að hafa það læst. Langar eiginlega bæði að hafa læst og ólæst svæði. Er einhver skemmtileg myndavefhýsing á netinu sem bíður upp á þetta sem hægt er að mæla með?
Ég hef hins vegar ekkert nenn fyrir læsta dagbók, mér er alveg sama þó ókunnugir lesi það þegar ég útvarpa skoðunum mínum hér, það er eiginlega verra með þá sem ég veit af.