Að gefnu tilefni vil ég taka fram að þeir sem koma með athugasemdir hér bera sjálfir ábyrgð á þeim. Hluti af ábyrgðinni er að gefa upp réttar upplýsingar um sig. Augljóslega skiptir þetta engu þegar fólk er að koma með einfaldar athugasemdir en ef fólk ætlar til dæmis að skjóta á aðra þá verða að fylgja upplýsingar sem tryggja að allavega ég, sem ábyrgðarmaður síðunnar, geti vitað hver er á ferð.
Það er annars örsjaldan sem ég eyði kommentum, nema augljóslega þeim sem koma frá spömmurum.