Áðan var ég á leiðinni í vinnuna í Strætó. Vagninn var að keyra í gegnum nýja Hringtorgið þarna á Njarðargötunni. Það voru einhverjir að vinna þarna og þeir voru bara út á götu þó það væri augljóst að vagninn þyrfti að komast. Eftir smá tíma fattaði þetta lið að þeir þyrftu að færa sig en ég tók eftir að þeir skyldu allavega einn hamar eftir á götunni. Vagninn keyrir áfram og ég sá viðbrögðum þeirra að vagninn keyrði yfir eitthvað sem þeir höfðu skilið þarna eftir (líklega hamarinn). Ég sá alveg fyrir að þetta myndi gerast þó ég væri inn í vagninum, veit ekki hvers vegna þeir voru svona gáttaðir. Gáfað lið.
One thought on “Að fórna hamri?”
Lokað er á athugasemdir.
Betra er að fórna hamri en hendi segir máltækið.