Keyptum okkur skanna í dag, og prentara, reyndar saman í pakka. Það var tilboð Hans Petersen í Kringlunni, Epson prentari og skanni saman á 8.995-, áður á 13.995-. Ekki besti prentarinn eða besti skanninn en samt fínt fyrir okkur. Það er töluvert síðan gamli skanninn dó og síðan er prentarinn hennar Eyglóar sífellt að verða leiðinlegri (þó hann sé ekki alveg gagnslaus enn, vill einhver?).
Miðað við hvað blek í prentara er að dýrt þá fer að koma að því að fólk kaupi sér nýjan prentara í staðinn fyrir að fá sér nýtt blekhylki.
Venjulegar túristamyndir eru ekki fyrir mig, verð að vera öðruvísi. Litirnir eru samt ekki alveg góðir ennþá, verð að laga þá. Jamm og þetta er þegar ég var nýnasisti (brandari (sumir sem lesa þessa síðu hafa ekki húmor þannig að mér finnst betra að taka svona fram)).