Rauðhetta, snípurinn og blóðið

Rakst á færslu hjá Atla Bollasyni þar sem hann minnist á Rauðhettu. Ég gat ekki sleppt því að kommenta.

Atli vitnaði í einhver feminísk fræði:

Take Little Red Riding Hood as an example: it will not, I imagine, be lost on you that the „red riding hood“ in question is a little clitoris. Little Red Riding Hood basically gets up to some mischief: she’s the little female sex that tries to play a bit and sets out with her little pot of butter and her little jar of honey.

Ég tel þessa túlkun ekki sérstaklega sannfærandi. Mun almennari túlkun er náttúrulega að rauða hettan sé tákn fyrir kynþroska, tíðablóðið. Rauðhetta er að breytast úr stúlku í konu.

Ég hlakka til að lesa Little Red Riding Hood: A Casebook. Það verður eftir áramót eða um jólin.