Barnavörn í tengla

Undanfarið þá hafa verið í gangi auglýsingar frá einhverjum, hugsanlega Húsasmiðjunni, þar sem Hjálmar Hjálmarson er að láta barnavörn í tengla (innstungur) og fjöltengi.  Allt í lagi með það en Hjálmar er að láta svona vörn í frekar flotta týpu af tengli, greinilega nýlega.  Flestir nýjir tenglar eru með mjög góða vörn gegn börnum.  Það er mjög auðvelt að sjá það með því að kíkja inn í tenglana.  Ef það er plast í götunum þá er að öllum líkindum vörn í þeim.

Það er hægt að prufa þetta með að pota með til dæmis penna (plast!) í þetta.  Ef penninn stoppar bara á plastinu þá er þetta góð vörn.  Svoleiðis vörn þarf að ýta með tveimur pinnum í einu, einsog þegar kló er sett í samband.  Það er mjög ólíklegt að börn geti potað í svoleiðis.  En ef þið eruð með gamla tengla og lítil börn þá mæli ég með svona barnavörn.